Morðið var framið árið 1974.
Morðið var framið árið 1974.

Saksóknarar í Þýskalandi krefjast 12 ára fangelsis yfir manni sem grunaður er um morð á pólskum ríkisborgara árið 1974. Hinn látni, Czeslaw Kukuczka, var skotinn í bakið þegar hann gerði tilraun til að flýja yfir til Vestur-Berlínar. Hann var 38 ára gamall.

Hinn handtekni heitir Martin Naumann og er hann 80 ára gamall. Árið 1974 gegndi Naumann stöðu yfirmanns í Stasi, hinni illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands.

Rannsakendur segja Kukuczka hafa mætt í sendiráð Póllands í Austur-Berlín og óskað eftir heimild til að fara yfir í vesturhlutann. Sendiráðsstarfsmenn töldu hann vopnaðan og létu því Stasi vita af ferðum hans. Í kjölfarið er Naumann sagður hafa fengið fyrirmæli um að drepa hann.