Íslensk menntamálayfirvöld hafa enn ekki gefið gildar skýringar á því hvers vegna íslensk grunnskólabörn komu mun verr út úr PISA-könnuninni 2022 en önnur OECD-ríki. Árangur nemenda versnaði mun meira milli kannana á Íslandi en í nágrannalöndum okkar
— Morgunblaðið/Hallur

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Íslensk menntamálayfirvöld hafa enn ekki gefið gildar skýringar á því hvers vegna íslensk grunnskólabörn komu mun verr út úr PISA-könnuninni 2022 en önnur OECD-ríki. Árangur nemenda versnaði mun meira milli kannana á Íslandi en í nágrannalöndum okkar.

Þetta segir Jón Pétur Zimsen í Dagmálum í dag. Þótt látið sé að því liggja að þrjár ástæður séu á bak við slæma þróun hér á landi, sem hann gefur lítið fyrir.

Í fyrsta lagi sé það skortur á menntuðum kennurum. „Kennaraskortur er úti um allt í Evrópu, þannig að við ættum ekkert að falla svona mikið miðað við hin löndin,“ segir Jón Pétur. Í öðru lagi hafi verið bent á það að börn með veikari félags- og efnahagslegan bakgrunn hafi staðið sig verr í PISA-könnuninni. „Það fellur líka um sjálft sig vegna þess að við erum með í raun eitt jafnasta samfélag sem fyrirfinnst og það

...