Rökstuddur grunur er um að fuglainflúensa sé í hröfnum og öðrum villtum fuglum hér á landi. „Bráðabirgðaniðurstöður úr sýnum úr villtum fuglum gefa til kynna sýkingu með fuglainflúensuveirum. Samhliða hafa í auknum mæli borist tilkynningar til …
Hrafnar Sýni hafa verið tekin úr tveimur hröfnum og hettumáfum.
Hrafnar Sýni hafa verið tekin úr tveimur hröfnum og hettumáfum. — Morgunblaðið/Eggert

Rökstuddur grunur er um að fuglainflúensa sé í hröfnum og öðrum villtum fuglum hér á landi. „Bráðabirgðaniðurstöður úr sýnum úr villtum fuglum gefa til kynna sýkingu með fuglainflúensuveirum. Samhliða hafa í auknum mæli borist tilkynningar til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Tekin hafa verið sýni úr tveimur hröfnum, sem fundust á Laugarvatni og í Öræfum. „Þá hefur verið tekið sýni úr hettumáfum á Húsavík. Annar hrafnanna fannst veikur og drapst svo, hinn hrafninn virtist vera heilbrigður en gat ekki flogið. Hann var tekinn til aðhlynningar en um síðustu helgi, tveimur vikum eftir að hann fannst, var hann aflífaður þar sem ástandi hans hrakaði mikið. Hettumáfarnir fundust dauðir á Húsavík. Tilraunastöð HÍ

...