— AFP/Benjamin Cremel

Róttækir umhverfisverndarsinnar tóku sér mótmælastöðu í miðborg Lundúna í gær. Tilgangurinn var að vekja athygli á þeim fyrirtækjum, eða „umhverfissóðum“ eins og mótmælendur kalla þau, sem velja fljótandi gas sem orkugjafa. Segja róttæklingarnir gasið ekki „grænt“ og gagnrýna samtök á borð við alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO) sem, að þeirra viti, ætti að beita sér harðar gegn þeim fyrirtækjum sem velja fljótandi gas.

Umhverfisverndarsinnar velja margir að mótmæla á nokkuð óvenjulegan hátt í von um að vekja athygli á bæði sér og málstaðnum. Þessi kona sem hér sést til hliðar stakk höfði sínu inn í það sem helst má líkja við fiskabúr og lét félaga sinn, sem bar sovéska gasgrímu fyrir andlitinu, fylla glerkúluna af fljótandi gasi.