Hvorki er raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Vitleysan um að farga Reykjavíkurflugvelli er strand. Eldguðinn hefur talað og engum heilvita manni dettur í hug að halda áfram umræðu um flugvöll í kjaftinum á eldgosi. Mannslífum verður áfram bjargað í gegnum hjartað í Vatnsmýrinni. Sá tími er einnig í nánd að rafmagn knýi flugvélar og margt breytist.

Að niðurstaða rannsókna útiloki ekki byggingu flugvallar í Hvassahrauni er boðskapur nýrrar skýrslu. Blessuð nefndin er bæði tvísaga og hlutdræg í tilsvörum sínum, ekki síst séu þau borin saman við rök eldfjallafræðinganna. Nefndin segir: „Ólíklegt er talið að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði og þó er það ekki útilokað,“ bætir hún við. Og svona þvælir nefndin fram og aftur um málið; ræðan öll er „já, já og nei, nei“. Enda er nefndin að uppistöðu hagsmunaaðilar af Suðurnesjum og úr Reykjavík

...