Íslenskir lántakar fá aldrei að vita hversu mikið þeir þurfa í raun að borga af lánum sínum. Húsnæðislánin stökkbreytast í græðgiskjafti bankanna án þess að lántakinn fái rönd við reist. Enginn fyrirsjáanleiki, engin framtíðarplön er hægt að gera í…
Inga Sæland
Inga Sæland

Íslenskir lántakar fá aldrei að vita hversu mikið þeir þurfa í raun að borga af lánum sínum. Húsnæðislánin stökkbreytast í græðgiskjafti bankanna án þess að lántakinn fái rönd við reist. Enginn fyrirsjáanleiki, engin framtíðarplön er hægt að gera í þessu ófremdarástandi sem síendurtekið fær að kúga og níðast á almenningi. Við Íslendingar megum lúta séríslensku okurkerfi sem hvergi á sér hliðstæðu í nokkru lýðræðis- og réttarríki. Hið séríslenska fyrirbrigði sem verðtryggingin er er hannað sérstaklega til þess að kúga lántaka og sjúga af þeim allt sem þeir eiga. Ekkert samfélag fyrir utan okkar myndi af æðruleysi samþykkja kerfi sem gert er til þess eingöngu að reisa enn og aftur gjaldborg um heimili landsins á meðan skjaldborg er reist um bankakerfið og fjármagnsöflin. Það er í raun með hreinum ólíkindum hvað við erum fljót að gleyma því þegar Samfylking og VG reistu nákvæmlega slíkt varnarkerfi um peningaöflin í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þar

...

Höfundur: Inga Sæland