Heyrnar- og talmeinastöðin hefur verið rekin með sívaxandi halla í mörg undanfarin ár „og nú er svo komið að sífelldur niðurskurður, mannekla og aðstöðuleysi stefnir framtíð HTÍ í algjört þrot. Í raun þýða áætluð framlög ríkisstjórnarinnar að loka þarf allri starfsemi og segja upp öllu starfsfólki í byrjun næsta árs.“ Þetta segir Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, í umsögn um fjárlagafrumvarp næsta árs.

Í fyrra afgreiddi HTÍ rúmlega níu þúsund viðskiptavini og segir Kristján að aðrir tvö þúsund þurfi að dúsa á biðlistum. „Í fjárlagafrumvarpi 2025 kemur fram að framlög til HTÍ eru enn eitt árið um helmingur þess sem þarf til að halda uppi viðunandi þjónustu og tryggja aðgengi heyrnarskertra um land allt,“ segir í umsögninni. Útlit sé fyrir að stefna núverandi ríkisstjórnar, ef marka megi fjárlög fyrir árið 2025, sé að tryggja endalok opinberrar heyrnarþjónustu hér

...