Aðeins nokkrum dögum eftir að hinn mannskæði fellibylur Helena gekk á land í Flórída er von á öðrum fellibyl, Milton, sem búist er við að komi að landi á vesturströnd Flórída frá Mexíkóflóa. Hin bandaríska rannsóknarstöð fellibylja (NHC) segir…
Milton Fellibylurinn Milton í Mexíkóflóa á innrauðri gervihnattamynd frá bandarísku veðurstofunni NOAA.
Milton Fellibylurinn Milton í Mexíkóflóa á innrauðri gervihnattamynd frá bandarísku veðurstofunni NOAA. — AFP/NOAA/GOES

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Aðeins nokkrum dögum eftir að hinn mannskæði fellibylur Helena gekk á land í Flórída er von á öðrum fellibyl, Milton, sem búist er við að komi að landi á vesturströnd Flórída frá Mexíkóflóa. Hin bandaríska rannsóknarstöð fellibylja (NHC) segir Milton gífurlega hættulegan fellibyl af stærðinni 5 á skalanum 0-5 og búast megi við vindi upp á 257 km á klukkustund.

Lýst yfir neyðarástandi

Öll vesturströnd Flórída Mexíkóflóamegin er í hættu og íbúum við ströndina sagt að yfirgefa heimili sín. Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur lýst yfir neyðarástandi í 51 af 67 sýslum ríkisins og lýsti yfir í gær að nú væri kapphlaup við að hreinsa ummerki og tjón af völdum fellibylsins Helenu áður en Milton gengi á land, líklega á miðviku- eða fimmtudag.

...