Stríðið á Gasasvæðinu milli Ísraels og Hamas-samtakanna hefur haft mikil áhrif á hagkerfi bæði Ísraels og hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum og Gasa þar sem Palestínumenn búa. Þannig hefur AFP-fréttastofan eftir Julie Kozack samskiptastjóra…
Hernaður Ísraelskir skriðdrekar og brynvarðir bílar í Galíleu í norðurhluta Ísraels nálægt landamærum Líbanons.
Hernaður Ísraelskir skriðdrekar og brynvarðir bílar í Galíleu í norðurhluta Ísraels nálægt landamærum Líbanons. — AFP/Menahem Kahana

Baksvið

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Stríðið á Gasasvæðinu milli Ísraels og Hamas-samtakanna hefur haft mikil áhrif á hagkerfi bæði Ísraels og hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum og Gasa þar sem Palestínumenn búa.

Þannig hefur AFP-fréttastofan eftir Julie Kozack samskiptastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að verg landsframleiðsla á Gasa hafi dregist saman um nærri 90% á fyrsta hluta þessa árs og almennir borgarar á Gasa búi við alvarleg félagshagfræðileg skilyrði, mannúðarkrísu og skort á hjálpargögnum.

Á Vesturbakkanum hefur efnahagsástandið einnig versnað og opinber gögn benda til þess að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 25% á fyrri hluta ársins, að sögn Kozack.

...