Orkusalan hefur keypt Forsæludal en jörðin er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hefur fyrirtækið í hyggju að kanna möguleika til raforkuframleiðslu með virkjun vatnsafls í landi jarðarinnar, en Vatnsdalsá rennur þar um garð

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Orkusalan hefur keypt Forsæludal en jörðin er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hefur fyrirtækið í hyggju að kanna möguleika til raforkuframleiðslu með virkjun vatnsafls í landi jarðarinnar, en Vatnsdalsá rennur þar um garð. Þetta staðfestir Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir hann kaupverðið trúnaðarmál.

Skoða fýsileika

Kaupin á Forsæludal gengu í gegn í síðasta mánuði og segir Magnús að áætlanir félagsins varðandi nýtingu jarðarinnar séu ekki nákvæmlega skilgreindar en virkjunarkostur í vatnsafli sé innan marka jarðarinnar og verði fýsileiki hans skoðaður nánar.

„Almennt erum við að skoða þá kosti sem eru í stöðunni til að tryggja

...