Lofsamlegur dómur um verk eftir Gyrði Elíasson birtist í danska miðlinum Weekendavisen nýverið. Þar rýnir Joakim Jakobsen í smáprósaverkin Stumfilmene og Penselskrift, eða Þöglu myndirnar og Pensilskrift, sem komu út í einu lagi. Erik Skyum-Nielsen þýðir á dönsku. Jakobsen leggur áherslu á þann hæfileika Gyrðis að geta sagt mikið í fáum orðum. Hann kallar verkin meðal annars „töfrandi smáprósa“ og endar greinina á orðunum: „Þvílíkur rithöfundur!“