Með dómstólaleiðinni yrðu stjórnarflokkarnir skornir úr snörunni og möguleiki yrði á hagfelldri niðurstöðu.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Tólf prósent kjósenda myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur, þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.

Vafalítið hefur sitthvað spilað inn í fylgishrun Sjálfstæðisflokksins en eitt mál hefur þó verið einna helzt áberandi undanfarnar vikur. Önnur tilraun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns flokksins, til þess að reyna að koma frumvarpi í gegnum þingið sem myndi festa í lög að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn yrði æðra innlendri

...