Þráinn Hafstein Kristjánsson athafna- og veitingamaður lést í Kanada 2. október síðastliðinn, 84 ára að aldri.

Þráinn fæddist 1. ágúst 1940. Foreldrar hans voru Kristján Hafstein Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfreyja. Þráinn ólst upp hér á landi og fór snemma að starfa í veitingageiranum, fyrst sem ungur piltur hjá föður sínum og fyrir tvítugt var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg. Þá hafði hann ferðast ungur til Danmerkur og Englands og náð þar góðum tökum á enskunni.

Hér á landi gat hann sér einnig gott orð í tónlistinni, lék á píanó og sílófón í nokkrum hljómsveitum og tók jafnframt að sér að bóka hljómsveitir fyrir hótel og bíóhús föður síns á Selfossi, var t.a.m. forsprakki að árangri hljómsveitarinnar Dáta.

Þráinn stóð fyrir því að koma frægum hljómsveitum til Íslands, þar á meðal Hollies, djasshljómsveitum og var nálægt því að landa The Rolling Stones. Þá átti hann til að fljúga til New York og sitja á djassklúbbum að hlusta á

...