Jón Pétur Zimsen gefur lítið fyrir þær aðgerðir menntamálaráðherra sem kynntar voru í drögum að 2. aðgerðaáætlun menntastefnu til ársins 2030 á menntaþingi í síðustu viku. Hann bendir á að engin mælanleg markmið séu sjáanleg í drögunum og engar…
Jón Pétur Zimsen
Jón Pétur Zimsen

Jón Pétur Zimsen gefur lítið fyrir þær aðgerðir menntamálaráðherra sem kynntar voru í drögum að 2. aðgerðaáætlun menntastefnu til ársins 2030 á menntaþingi í síðustu viku. Hann bendir á að engin mælanleg markmið séu sjáanleg í drögunum og engar tímasetningar hafi verið teknar fram um hvenær eigi að ráðast í aðgerðirnar eða hvenær eigi að ljúka þeim.

Dæmigerðar um ástandið

„Þessar aðgerðir eru dæmigerðar um það ástand sem er í menntakerfinu. Og þær eru dæmigerðar líka um það á hvaða stað við erum. Það er engin skuldbinding í þessum aðgerðum og engin ábyrgð,“ segir Jón Pétur í Dagmálum í dag. „Það er ekkert sem hönd á festir í þessu í raun.“

Morgunblaðið greindi frá aðgerðunum tuttugu fyrir viku. Eiga þær að vera hluti af viðbragðinu við slökum árangri íslenskra grunnskólabarna í

...