— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Umhverfið þar sem ekið er inn á Akureyri úr norðri fær nýjan svip með þeim byggingaframkvæmdum sem þar standa nú yfir. Byggingafélagið Klettás reisir þarna 4.500 fermetra byggingu, þar sem á jarðhæð verða Vínbúðin, Ormsson, Akureyrarapótek og GS búllan. Í þriggja hæða turnbyggingu verða starfsstöðvar Verkís, Advania og KPMG. Vínbúðin á þessum stað verður opnuð fyrir jól, en önnur starfsemi síðar.

Þessi klasi heitir Norðurtorg, en í næsta húsi þar sem áður voru verksmiðjur eru nú verslanir Bónuss, Jysk og fleiri. Margvíslegri þjónustustarfsemi á Akureyri

...