Gigtarfélag Ný húsakynni í Grafarvogi skapa félaginu möguleika.
Gigtarfélag Ný húsakynni í Grafarvogi skapa félaginu möguleika. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Opið hús verður í nýju húsnæði Gigtarfélags Íslands að Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi í Reykjavík næstkomandi laugardag, 12. október, sem er alþjóðlegi gigtardagurinn. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og þeirri mikilvægu þjónustu sem félagið veitir.

Við þetta tilefni verða kl. 14-16 kynntar nýjar þjónustuleiðir félagsins sem eru m.a. reglulegir fræðslufundir þar sem heilbrigðisstarfsfólk deilir nýjustu rannsóknum og meðferðarúrræðum. Einnig stendur félagið að jafningjastuðningi og hópastarfi þar sem gigtarsjúklingar fá tækifæri til að tengjast öðrum sem deila sömu reynslu. Þá býður félagið stuðning og þjónustu við félagsmenn, með það markmið að rjúfa félagslega einangrun og efla fólk.

„Gigtarsjúkdómar hafa áhrif á um fjórðung Íslendinga á lífsleiðinni. Margir þjást í hljóði þar sem sjúkdómurinn getur

...