Arkitektar á Íslandi hafa almennt ekki fundið fyrir samdrætti að undanförnu. Þvert á móti hefur verkefnastaðan verið nokkuð góð. Þetta er mat Elísu Jóhannsdóttur, nýs framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands, en tilefnið er samtal við arkitekt sem…
— Morgunblaðið/Karítas

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Arkitektar á Íslandi hafa almennt ekki fundið fyrir samdrætti að undanförnu. Þvert á móti hefur verkefnastaðan verið nokkuð góð.

Þetta er mat Elísu Jóhannsdóttur, nýs framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands, en tilefnið er samtal við arkitekt sem taldi farið að lifna yfir greininni eftir frost á markaðnum undanfarið.

Hægt hefur á hagkerfinu og hefur Hagstofa Íslands til dæmis áætlað að landsframleiðslan hafi dregist saman á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar lækkað vexti og kann það að vera vísbending um meiri umsvif í hagkerfinu.

Eins og kólibrífuglinn

Sagt hefur verið að arkitektar séu

...