Talið er nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveitin geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum. Er áætlaður kostnaður þessa 440 milljónir króna á næsta ári. Þetta kemur fram í erindi ríkislögreglustjóra til fjárlaganefndar.

Óskað er eftir 165 milljóna króna fjárveitingu vegna öryggisgæslu í þinghúsinu og æðstu stjórnar og auka þarf framlög til að tryggja vopnabirgðir og íhluti lögreglu og sérsveitar. Óskað er eftir varanlegri árlegri fjárveitingu vegna sálfræðiþjónustu fyrir lögreglumenn. » 36