Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir áframhaldandi aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins munu auka eftirspurn eftir íbúðum. „Það er jákvætt að hægt hafi á aðflutningi til landsins en síðustu tvö ár…
Heklureitur Víða er byggt í borginni.
Heklureitur Víða er byggt í borginni. — Morgunblaðið/Baldur

Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir áframhaldandi aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins munu auka eftirspurn eftir íbúðum.

„Það er jákvætt að hægt hafi á aðflutningi til landsins en síðustu tvö ár var hann svo mikill að það varð ekkert við það ráðið. Nú erum við hins vegar komin á þann stað að við gætum haldið í við aðflutninginn með því að halda uppi eðlilegri íbúðauppbyggingu með 3.000 til 4.000 nýjum íbúðum á ári án þess að horft sé til hugsanlegrar uppsafnaðrar og óuppfylltrar þarfar,“ segir Þorsteinn. » 4