„Yngra fólkið velur í auknum mæli miðað við það sem áður var að setjast að í minni þéttbýliskjörnum og dreifbýlinu. Því þarf sveitarfélagið að bregðast við,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði
Framkvæmdir Leikskólaálman er sunnan við aðalbyggingu Varmahlíðarskóla og á að vera komin í gagnið að ári.
Framkvæmdir Leikskólaálman er sunnan við aðalbyggingu Varmahlíðarskóla og á að vera komin í gagnið að ári. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Yngra fólkið velur í auknum mæli miðað við það sem áður var að setjast að í minni þéttbýliskjörnum og dreifbýlinu. Því þarf sveitarfélagið að bregðast við,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi þar nyrðra við byggingu nýs leikskóla í Varmahlíð sem er viðbót við Varmahlíðarskóla. Þar er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk í stóru húsi, en viðbótin er 555 fermetrar. Í vetur er leikskólinn í Varmahlíð á tveimur stöðum þar í þorpinu og

...