Konur Frá fundi kvenfélagsins í Garðabæ. Mynd úr safni.
Konur Frá fundi kvenfélagsins í Garðabæ. Mynd úr safni.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) heldur landsþing sitt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina, hið 40. í röðinni. Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi þingsins sem ber yfirskriftina „Valkyrjur milli fjalls og fjöru“.

Ríflega 200 þátttakendur af öllu landinu eru skráðir til leiks. Við setningu landsþingsins í Ísafjarðarkirkju á morgun kl. 18 eru kvenfélagskonur hvattar til að mæta í þjóðbúningi, en sá ágæti fatnaður verður sérstaklega til umræðu á þinginu.

Kvenfélögin á Íslandi hafa lagt fram drjúgan skerf til samfélagsins gegnum tíðina. Í skýrslu stjórnar KÍ til þingsins kemur fram að kvenfélögin hafa gefið um 165 milljónir króna á árunum 2021-2023. Afrakstur af vinnu félaganna nemur því tugum milljóna á ári sem runnið hafa til ýmissa menningar- og líknarmála, auk annarra samfélagsverkefna.

...