Halla Tómasdóttir forseti veitti 24 dönskum embættismönnum fálkaorðuna í ríkisheimsókn sinni í vikunni. Hefð er fyrir orðuveitingum við tilefni sem þessi. Stórkross fálkaorðunnar fengu þau Barbara Bober Bertelsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis …
Orða Troels Lund varnarmálaráðherra ásamt Önnu, konu sinni.
Orða Troels Lund varnarmálaráðherra ásamt Önnu, konu sinni. — Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Halla Tómasdóttir forseti veitti 24 dönskum embættismönnum fálkaorðuna í ríkisheimsókn sinni í vikunni. Hefð er fyrir orðuveitingum við tilefni sem þessi.

Stórkross fálkaorðunnar fengu þau Barbara Bober Bertelsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis og ritari ríkisráðs, Christian Schønau, hirðstjóri og orðuritari, Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Dana á Íslandi, Søren Gade, forseti danska þingsins, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra.

Stórriddarastjörnu fengu Anders Friis siðameistari, Anne Tønnes, lögreglustjóri Kaupmannahafnar, Jens Ole Rossen Jørgensen, ofursti og yfirmaður aðstoðarforingjaráðs drottningar, og Jeppe Tranholm-Mikkelsen, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og sendiherra.

Stórriddarakross fengu Anne Berg Mansfield-Giese, forstöðumaður heiðursmerkjastofu, Dan Folke

...