— AFP/NOAA/RAMMB

Stöðugur straumur fólks hefur verið frá borginni Tampa og öðrum byggðarkjörnum við vesturströnd Flórída eftir að ljóst varð að fellibylurinn Milton myndi ganga á land í gærkvöldi. Var þá eyðilegt um að litast í Tampa og margar bensínstöðvar læstar, enda allt eldsneyti búið. Jane Castor borgarstjóri Tampa gaf út harða viðvörun til borgarbúa í gærmorgun, og sagði að ef fólk yfirgæfi ekki hættusvæðin væri það í bráðri lífshættu.

Þótt fellibylurinn hafi misst afl um miðjan daginn í gær og orðið fjórða stigs fellibylur er samt búist við miklum skemmdum og flóðum. Mest er hættan á vesturströndinni, en áhrifanna mun gæta um allan miðjan Flórídaskagann þar sem búast má við miklu vatnsveðri, rafmagnsleysi og flóðum. doraosk@mbl.is