Álfsnes Skipið er nýkomið úr slipp þar sem það var málað hátt og lágt.
Álfsnes Skipið er nýkomið úr slipp þar sem það var málað hátt og lágt. — Morgunblaðið/sisi

Dýpkunarskip Björgunar, Álfsnes, kom til Landeyjahafnar í vikunni eftir nokkurra vikna fjarveru. Er dýpkun fyrir veturinn því hafin.

Staðan í Landeyjahöfn er ágæt, segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Fjarlægja þurfi milli 5.000-10.000 rúmmetra af sandi úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0 metra. Veðurspá gefi ekki til kynna að það verði nein breyting á dýpi næstu tvær vikurnar.

Í sumar og haust hefur verið unnið að viðhaldi og breytingum á Álfsnesinu. Meðal annars var skipið tekið upp í slipp í Reykjavík og það málað.

Í sumar kynnti Björgun aðgerðaáætlun sem miðar að því að auka afköst Álfsness við dælingar í Landeyjahöfn. Áætlunin miðar að því að ljúka þjálfun áhafnar við rétta beitingu

...