Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Ísland hlaut í gær kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Kosið var á allsherjarþinginu í New York. Alls voru nítján ríki í framboði fyrir átján laus sæti ráðsins fyrir þriggja ára kjörtímabil sem hefst í byrjun árs 2025 og er til ársloka 2027.

Á vef stjórnarráðsins er rifjað upp að þetta er í annað sinn sem Ísland er kosið til setu í mannréttindaráðinu. Ísland tók síðast sæti með skömmum fyrirvara í um átján mánaða skeið árið 2018 þegar Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu.

Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að mikil ábyrgð felist í því að taka sæti í mannréttindaráðinu.

„Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ var haft eftir Þórdísi Kolbrúnu á vef ráðuneytisins. Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú

...