Vopnageymsla rússneska hersins í Bryansk, skammt frá landamærunum að Úkraínu, fuðraði í gær upp í drónaárás Úkraínuhers. Kænugarðsstjórn segir geymsluna m.a. hafa hýst vopnasendingu frá Norður-Kóreu, flugskeyti ýmiskonar, svifsprengjur og stórskotaliðsskotfæri
Vígvöllur Þessi loftmynd sýnir frá árás dróna á brynvagna Úkraínuhers í Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Vígvöllur Þessi loftmynd sýnir frá árás dróna á brynvagna Úkraínuhers í Kúrsk-héraði í Rússlandi. — AFP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Vopnageymsla rússneska hersins í Bryansk, skammt frá landamærunum að Úkraínu, fuðraði í gær upp í drónaárás Úkraínuhers. Kænugarðsstjórn segir geymsluna m.a. hafa hýst vopnasendingu frá Norður-Kóreu, flugskeyti ýmiskonar, svifsprengjur og stórskotaliðsskotfæri. Stór hluti þessara skotfæra var óvarinn og geymdur undir berum himni.

Nú þegar tvö og hálft ár eru liðin frá upphafi innrásarstríðs Moskvuvaldsins í Úkraínu hefur verulega dregið á vopnabirgðir. Hefur Rússlandsforseti m.a. þurft að leita á náðir ráðamanna í Pjongjang eftir skotfærum og sprengjum. Vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa margir gert þessa hernaðaraðstoð Norður-Kóreu að umfjöllunarefni. Allir segja þeir hana augljóst veikleikamerki Rússlands og að skotfæri norðanmanna séu mörg hver óáreiðanleg, einkum þegar kemur

...