Fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair fær í flota sinn og væntanleg er til landsins í byrjun desember fer í reynsluflug nú síðar í mánuðinum. Vélin er smíðuð og sett saman í verksmiðju í Hamborg í Þýskalandi og hefur allt ferlið þar gengið að óskum
Þota Nýja Airbus-vélin er komin í liti Icelandair og hreyflarnir hafa verið settir á. Reiknað er með fyrsta reynslufluginu síðar í þessum mánuði.
Þota Nýja Airbus-vélin er komin í liti Icelandair og hreyflarnir hafa verið settir á. Reiknað er með fyrsta reynslufluginu síðar í þessum mánuði. — Ljósmynd/Icelandair

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair fær í flota sinn og væntanleg er til landsins í byrjun desember fer í reynsluflug nú síðar í mánuðinum. Vélin er smíðuð og sett saman í verksmiðju í Hamborg í Þýskalandi og hefur allt ferlið þar gengið að óskum. Að taka nýja tegund flugvéla í notkun er annars stórt verkefni hjá Icelandair og um 100 starfsmenn félagsins koma að ýmsum málum sem þessu fylgja. „Þetta er mikil vinna og flókin þar sem oft er mikið að gerast á sama tíma,“ segir Bjarni Jónsson verkfræðingur sem stýrir innleiðingu Airbus hjá Icelandair.

Taka alls 187 farþega

Nýju Airbus-vélarnar sem Icelandair fær eru af gerðinni A321LR . Þessar vélar leigir félagið, en að fenginni þeirri sem kemur í desember er önnur væntanleg í

...