Mannabein rata stundum í sölu.
Mannabein rata stundum í sölu.

Uppboð í Bretlandi á 200 ára gamalli höfuðkúpu og 25 öðrum mannabeinum hefur vakið mikla reiði meðal þingmanna, almennings og fræðimanna á Indlandi. Er uppboðið sagt endurspegla þá miklu grimmd sem ríkti á tímum nýlendustefnu Breta á 19. öld.

„Jarðneskar leifar fólks tilheyra hinum látna og fósturjörðinni,“ hefur fréttaveita AFP eftir ráðherra í Nagaland í norðausturhluta Indlands. Auk indversku kúpunnar stóð til að bjóða upp mannabein frá fleiri ríkjum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Beinin hafa nú verið tekin úr sölu – tímabundið hið minnsta.

Uppboðshaldarar höfðu vonast til að fá minnst 200 þúsund dali fyrir beinin og var verðmiði höfuðkúpunnar, sem bar áfest dýrahorn, um 3 þúsund dalir.