„Ég er úr Dölunum, frá Þorbergsstöðum, þaðan er ég ættuð, en fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík,“ segir Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni við Eystri og Vestri kirkjuna í Porsgrunn í Noregi, tvær byggingar, eina kirkju, og…
Sundlaug eða kirkja? Margrét í annarri tveggja kirkna sem hún þjónar, Eystri kirkjunni í Porsgrunn í Telemark.
Sundlaug eða kirkja? Margrét í annarri tveggja kirkna sem hún þjónar, Eystri kirkjunni í Porsgrunn í Telemark. — Ljósmyndir/Anita Sjøstrøm

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég er úr Dölunum, frá Þorbergsstöðum, þaðan er ég ættuð, en fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík,“ segir Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni við Eystri og Vestri kirkjuna í Porsgrunn í Noregi, tvær byggingar, eina kirkju, og hreinlega nágranni blaðamanns svo heimatökin voru hæg fyrir heimsókn undirritaðs og Anitu Sjøstrøm ljósmyndara á huggulegt heimili djáknans og Benedikts Grétars Ásmundssonar, manns hennar, við Myrvanggötu hér í bænum.

Porsgrunn dregur nafn sitt ekki af því að þar séu smíðaðir undirvagnar þýska sportfærleiksins Porsche, öðru nær, þessi litli norski bær í Telemark-fylki, ein helsta seglskútuparadís Noregs, heitir í höfuðið á jurtinni mjaðarlyngi sem heitir pors á norsku en Myrica gale

...