2008 „Eftir að við skoruðum markið var í mínum huga engin spurning hvernig leikurinn færi.“ Hermann Hreiðarsson, nýbakaður bikarmeistari.
Sæla Glen Johnson, Hermann Hreiðarsson og Sulley Muntari skokka sigurhringinn á Wembley-leikvanginum.
Sæla Glen Johnson, Hermann Hreiðarsson og Sulley Muntari skokka sigurhringinn á Wembley-leikvanginum. — AFP/Adrian Dennis

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Enska bikarkeppnin er elsta knattspyrnumót í heimi en til þess var stofnað árið 1871. Úrslitaleikurinn hefur farið fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum frá árinu 1923, fyrst þeim gamla og síðar þeim nýja, með stuttu hléi um síðustu aldamót meðan sá síðarnefndi var reistur. Þá var leikið á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Enda þótt árin séu orðin 153 hefur aðeins einn Íslendingur orðið svo frægur að vera í liði sem unnið hefur bikarinn, Hermann Hreiðarsson, sem var í liði Portsmouth sem lagði Cardiff City að velli á Wembley vorið 2008.

Guðni Bergsson komst nálægt þessu afreki en hann var í herbúðum Tottenham Hotspur þegar liðið varð bikarmeistari vorið 1991 en var ekki

...