Lögreglan þarf að fást við stór og krefjandi verkefni sem fara vaxandi og þarf á auknum fjárveitingum að halda til að mæta þeim áskorunum sem því fylgja. Þetta kemur fram í erindi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs
Lögreglufylgd Auka hefur þurft verulega við öryggisgæslu æðstu stjórnar.
Lögreglufylgd Auka hefur þurft verulega við öryggisgæslu æðstu stjórnar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Lögreglan þarf að fást við stór og krefjandi verkefni sem fara vaxandi og þarf á auknum fjárveitingum að halda til að mæta þeim áskorunum sem því fylgja. Þetta kemur fram í erindi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs. Lýsir hún fjölmörgum stórum verkefnum og áætluðum kostnaði og þörf á fjárveitingum vegna þeirra á næsta ári.

Bendir hún á að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu út tímabil fjármálaáætlunar til 2029 en að litlu leyti hafi verið komið til móts við mjög svo breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar.

Halda utan um neyðarbirgðir

Í umfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi og aðra náttúruvá kemur fram að til skoðunar sé að

...