Handverk Flíkur þrykktar með jurtalit. Útkoman þótti býsna góð.
Handverk Flíkur þrykktar með jurtalit. Útkoman þótti býsna góð.

Vel þótti takast til nú fyrr í mánuðinum þegar í Flóanum var haldin svonefnd Ullarvika. Efnt var til námskeiða og prjónakaffihúss, fjárlitasýninga og markaða handverksfólks. Á markaðsdeginum var einnig tískusýning með ullarflíkum eftir ýmsa hönnuði innan þess hóps sem stóð að Ullarviku.

„Ullarvikan hefur fest sig í sessi sem skemmtilegur viðburður þar sem allt snýst um kindur, ull, prjónaskap og aðra handavinnu, hönnun og önnur skapandi verkefni,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóa sem var í hópi þeirra sem að þessum viðburði stóðu.