Í bókinni reynum við að gefa gefa núlifandi kynslóðum allnákvæma mynd af lifnaðarháttum landsmanna fyrir 300 árum í von um að það auki skilning þeirra á rótum samfélags okkar. Hvaðan við komum og hvernig lífi var lifað hér fyrir nokkrum…
Höfundar Frá vinstri talið Björgvin Sigurðsson, Árni Daníel Júlíusson, Ingibjörg Jónsdóttir, Óskar Guðlaugsson, Guðmundur Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir hér með bókina nýju sem er afrakstur margra ára vísindastarfs þar sem öllum steinum var velt við.
Höfundar Frá vinstri talið Björgvin Sigurðsson, Árni Daníel Júlíusson, Ingibjörg Jónsdóttir, Óskar Guðlaugsson, Guðmundur Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir hér með bókina nýju sem er afrakstur margra ára vísindastarfs þar sem öllum steinum var velt við. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Í bókinni reynum við að gefa gefa núlifandi kynslóðum allnákvæma mynd af lifnaðarháttum landsmanna fyrir 300 árum í von um að það auki skilning þeirra á rótum samfélags okkar. Hvaðan við komum og hvernig lífi var lifað hér fyrir nokkrum kynslóðum,“ segir Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Landshagir í háskerpu

Út er komið hjá Sögufélagi ritið Ástand Íslands um 1700 – lífshættir í bændasamfélagi. Þar eru landshagir Íslendinga fyrir 300 árum raktir í háskerpumynd, eins og komist er að orði í kynningu. Lýst er frá ýmsum hliðum ástandi lands og þjóðar: fólksfjölda, fjölskyldum og heimilum, jörðum og ábúð þeirra, byggðamynstri og búsvæðum, eignarhaldi á jörðum og stéttaskiptingu. Allt er þetta sett

...