Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar komust enn og aftur í umræðuna fyrir skömmu þegar fréttir bárust af því að meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hefðu fellt tillögu sjálfstæðismanna um að flýta framkvæmdinni
Bústaðavegur/Reykjanesbraut Gríðarleg umferð er um þessi gatnamót alla daga og langar bílaraðir á álagstímum.
Bústaðavegur/Reykjanesbraut Gríðarleg umferð er um þessi gatnamót alla daga og langar bílaraðir á álagstímum. — Morgunblaðið/sisi

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar komust enn og aftur í umræðuna fyrir skömmu þegar fréttir bárust af því að meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hefðu fellt tillögu sjálfstæðismanna um að flýta framkvæmdinni.

Samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála er gert ráð fyrir framkvæmdum við mislæg gatnamót á árunum 2029-2030. Setja á 100 milljónir í verkefnið árlega árin 2025, 2026 og 2028, 1.700 milljónir árið 2029 og 400 milljónir 2030. Alls eru þetta 2.400 milljónir. Búið er að verja 52 milljónum til undirbúnings verkinu.

Verkið á leið í hönnun

Matsáætlun Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar var send Skipulagsstofnun til kynningar í

...