„Ég tel að það mætti vel svara kostnaði og gott það að hefja markvissan niðurskurð á óþarfanum og skipa hér aðhaldsmann Alþingis,“ voru lokaorð Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins í umræðum um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag
Við Alþingi Jakob Frímann Magnússon gengur frá Dómkirkjunni.
Við Alþingi Jakob Frímann Magnússon gengur frá Dómkirkjunni. — Morgunblaðið/Eyþór

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

„Ég tel að það mætti vel svara kostnaði og gott það að hefja markvissan niðurskurð á óþarfanum og skipa hér aðhaldsmann Alþingis,“ voru lokaorð Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins í umræðum um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag.

Gripið var fram í: Heyr, heyr, segir í endursögn af ræðunni á vef Alþingis.

„Virðulegur forseti. Í morgun hélt allstór nefnd á vit gamla herraríkisins með ærnum tilkostnaði, m.a. fólk úr þessum sal,“ hóf Jakob ræðu sína.

„Fram undan er fjölmenn ferð til Aserbaísjan á loftslagsráðstefnu og fjölmargar aðrar ferðir þingmanna á dagkaupi, dagpeningum, rándýrar ferðir. COSAC er ein ráðstefnan

...