Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hönnun, hvort sem það er innanhússhönnun, skór, töskur eða flíkur sem fanga augað. Nýjasta áhugamál hennar er matargerð og bakstur. Þá elskar hún fátt meira en að skreyta kökur og leggja á borð þar sem ákveðið þema tekur allt yfir
Stílistinn Hver hlutur skiptir máli í heildarmyndinni þegar kakan er borin fram. Háborðið skartar fallegum hvítum vösum frá Magnólíu og dúkurinn ásamt diskunum er frá HM Home-versluninni. Servíetturnar fékk Þórunn hjá Krabbameinsfélaginu.
Stílistinn Hver hlutur skiptir máli í heildarmyndinni þegar kakan er borin fram. Háborðið skartar fallegum hvítum vösum frá Magnólíu og dúkurinn ásamt diskunum er frá HM Home-versluninni. Servíetturnar fékk Þórunn hjá Krabbameinsfélaginu.

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hönnun, hvort sem það er innanhússhönnun, skór, töskur eða flíkur sem fanga augað. Nýjasta áhugamál hennar er matargerð og bakstur. Þá elskar hún fátt meira en að skreyta kökur og leggja á borð þar sem ákveðið þema tekur allt yfir.

Elskar að baka góðar kökur

„Síðastliðin ár hef ég verið að prófa mig áfram í alls kyns matar- og kökugerð. Mér finnst einstaklega gaman að baka og elda, þeir eru ófáir klukkutímarnir sem ég get eytt í eldhúsinu. Ég elska að baka góðar kökur, oft má líka fara einföldu leiðina í bakstri og leggja svo þeim mun meiri metnað í skreytingarnar. Mér finnst sérlega gaman að skreyta kökur og þar liggur helst ástríða mín í bakstrinum,“ segir Þórunn með bros á

...