„Ég hef mjög sterkar skoðanir á því þegar fólk gefur það út að það sé hætt í íþróttum en byrjar svo aftur nokkrum mánuðum síðar,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Ásta Eir, sem er 31 árs gömul, lagði skóna óvænt á hilluna á sunnudaginn síðasta eftir að hafa leitt Breiðablik til Íslandsmeistaratitilsins í 19. sinn í sögu félagsins.

Þetta var jafnframt í þriðja sinn sem Ásta Eir verður Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu en hún hefur leikið með Breiðabliki allan sinn feril. Þá hefur hún þrívegis orðið bikarmeistari með Blikum en hún lék einnig 12 A-landsleiki frá 2019 til 2023.

„Ég fíla það ekki. Ekki setja upp sýningu ef þú ætlar ekki að fylgja henni eftir. Ég er hætt í fótbolta og er mjög sátt með mína ákvörðun. Mér líður mjög vel

...