Með góðu samstarfi hérlendis og erlendis getum við í senn náð árangri á Íslandi í loftslagsmálum og skapað meiri verðmæti með útflutningi á hugviti.
Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson

Sigurður Hannesson og Nótt Thorberg

Ísland hefur sannarlega margt fram að færa. Til að sækja tækifærin þarf samstarf, bæði heima fyrir og alþjóðlega. Ísland er í fararbroddi á heimsvísu hvað varðar endurnýjanlega orku. Með áratugalangri nýtingu fallvatna og jarðvarma hefur þróast mikil þekking hér á landi sem nýst hefur í a.m.k. 45 löndum um allan heim og aukið lífsgæði. Auk þess hefur nýsköpun alið af sér nýjar leiðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þarna hafa skapast ný tækifæri til þess að ná árangri í loftslagsmálum, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim með því að flytja þekkinguna út.

Grænvangur hefur fest sig í sessi

Grænvangur var stofnaður í anda samstarfs og samvinnu, til að hvetja til aðgerða innanlands til að ná markmiðum í loftslagsmálum en ekki síður til þess að flytja þessa dýrmætu

...