Reykjavíkurborg lokaði öllum sínum átta sundlaugum í gær í kjölfar bilunar í Nesjavallavirkjun og skerts flæðis á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Óljóst var í gærkvöldi hvenær hægt væri að opna þær aftur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kom fram að hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun væri kominn aftur af stað. Fólk var þó hvatt til þess að fara sparlega með heita vatnið.