Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,1 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhiti sumarsins er í 117. hlýjasta sæti á lista 154 ára samfelldra mælinga. Sumarið hefur ekki verið eins kalt í Reykjavík síðan árið 1992, eða í 32 ár
Sumarið '24 Regnhlífar hafa komið að góðum notum í höfuðborginni.
Sumarið '24 Regnhlífar hafa komið að góðum notum í höfuðborginni. — Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,1 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020.

Meðalhiti sumarsins er í 117. hlýjasta sæti á lista 154 ára samfelldra mælinga. Sumarið hefur ekki verið eins kalt í Reykjavík síðan árið 1992, eða í 32 ár.

Þetta má lesa í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Veðurstofusumarið telst vera mánuðirnir júní til september, að báðum meðtöldum.

Áður hefur komið fram hér í blaðinu að sumarið hefur ekki verið eins kalt á öllu landinu síðan árið 1998 þegar það var álíka kalt og nú. Hiti var undir meðallagi á landsvísu alla mánuði sumarsins nema í júlí.

Á Akureyri

...