Að sækja um og fá íslenskan ríkisborgararétt þarf að fela í sér skuldbindingu um að farið sé eftir meginreglum og gildum íslensks samfélags.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra telst áhætta hennar vegna mjög mikil hér á landi. Brotastarfsemin hefur hreinlega grafið um sig í íslensku samfélagi og hér starfa glæpahópar sem tengjast ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu. Skipulögð brotastarfsemi ógnar öryggi íslensks samfélags. Alvarlegt ofbeldi í tengslum við skipulagða brotastarfsemi grefur markvisst undan öryggi í samfélögum og við höfum sannarlega ekki farið varhluta af þeirri þróun hér á landi.

Íslenskum ríkisborgararétti fylgja víðtæk réttindi og skyldur. Að sækja um og fá íslenskan ríkisborgararétt þarf að fela í sér skuldbindingu um að farið sé eftir meginreglum og gildum íslensks samfélags. Ísland hefur verið í fararbroddi í langflestum samanburði

...