Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrir metnaðarfullri bókmenntastefnu til ársins 2030. Með henni viljum við efla íslenska ritmenningu og tryggja að íslensk tunga dafni til framtíðar. Stefnan leggur áherslu á margvísleg atriði, en í kjarnanum er það að…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrir metnaðarfullri bókmenntastefnu til ársins 2030. Með henni viljum við efla íslenska ritmenningu og tryggja að íslensk tunga dafni til framtíðar. Stefnan leggur áherslu á margvísleg atriði, en í kjarnanum er það að tryggja fjölbreytta og kraftmikla útgáfu bóka á íslensku og auka lestur á öllum aldri, en með sérstakri áherslu á yngri kynslóðir. En hvað gerir útgáfa bóka á íslensku svo mikilvæga? Hvers vegna þarf þjóðfélagið að fjárfesta í henni?

Íslenskar bókmenntir eru grundvöllur menningar okkar. Þær varðveita sögu, þjóðsögur og hefðir og endurspegla þróun samfélagsins í gegnum tíðina. Bækur eru lykill að því að skilja menningu okkar, hugmyndafræði og sjónarmið. Aðeins með því að skapa og varðveita íslenskar bókmenntir getum við tryggt að framtíðar kynslóðir fái að kynnast ríkri menningararfleifð okkar, skilja rætur sínar betur og viðhalda tungumálinu.

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir