Atvinnulífið og orkumálin voru í brennidepli á öðrum degi opinberrar heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta og Björns Skúlasonar forsetaherra til Danmerkur. Daginn áður hafði Halla m.a. heimsótt danska þjóðþingið og handritasafnið í Hafnarháskóla, en…
Þingsetning Segja má að Halla hafi verið á hálfgerðum heimavelli þegar hún setti viðskiptaþing í gær.
Þingsetning Segja má að Halla hafi verið á hálfgerðum heimavelli þegar hún setti viðskiptaþing í gær. — Ritzau Scanpix/Bo Amrstrup

Agnar Már Másson

skrifar frá Kaupmannahöfn

Atvinnulífið og orkumálin voru í brennidepli á öðrum degi opinberrar heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta og Björns Skúlasonar forsetaherra til Danmerkur.

Daginn áður hafði Halla m.a. heimsótt danska þjóðþingið og handritasafnið í Hafnarháskóla, en í gær sótti hún viðskiptaþing og danska viðskiptaháskólann.

Og í stað þess að vera í fylgd skrúðklæddrar konungshirðar var forsetinn nú ýmist umkringdur fólki klæddu í þröng dökkblá jakkaföt eða víðsniðnar dragtir. Það varð því fljótt ljóst að Halla var á heimavelli.

Forsetanum fylgdi 50 manna viðskiptasendinefnd með ýmsu þungavigtarfólki úr íslenska atvinnulífinu sem fékk í gær tækifæri til að blanda geði

...