Er auður Vesturlanda sóttur í arðrán á nýlendum? Spillir kapítalisminn umhverfinu? Er kapítalisminn andlaust kapphlaup um efnisleg gæði?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Er auður Vesturlanda sóttur í arðrán á nýlendum og afrakstur af þrælahaldi? Spillir kapítalisminn umhverfinu og sóar auðlindum? Er kapítalisminn andlaust kapphlaup um efnisleg gæði, þar sem menn týna sálu sinni? Þessum spurningum svara nokkrir ræðumenn á ráðstefnu evrópskra frjálshyggjustúdenta, Students for Liberty Europe, RSE, Rannsóknarmiðstöðvar í samfélags- og efnahagsmálum, og fleiri aðila í Reykjavík laugardaginn 12. október kl. 14-18. Ber ráðstefnan yfirskriftina „Markaðir og frumkvöðlar“.

Þrælahald og nýlendustefna

Einn ræðumaðurinn er dr. Kristian Niemietz, aðalhagfræðingur hinnar áhrifamiklu stofnunar Institute of Economic Affairs í Lundúnum. Hann gaf fyrr á þessu ári út fróðlega bók, Imperial Measurement: A Cost-Benefit Analysis of Western

...