Þyrla Gæslan leitaði úr lofti en fann ekki meinta hvítabirni.
Þyrla Gæslan leitaði úr lofti en fann ekki meinta hvítabirni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Lögreglan á Austurlandi og Landhelgisgæslan fundu ekki tvo hvítabirni sem erlendir ferðamenn töldu sig hafa séð síðdegis í gær. Til öryggis verður leit haldið áfram í dag.

Tilkynntu ferðamennirnir um hina meintu hvítabirni um klukkan fjögur síðdegis. Ferðamennirnir höfðu verið við Laugafell, norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi. Töldu ferðamennirnir að birnirnir tveir væru í rétt um 300 metra fjarlægð og drifu sig óttaslegnir af vettvangi.

Lögregla kannaði í kjölfarið hvort einhverjir væru í skálum þar nærri, við Laugafell og Snæfell, en svo reyndist ekki vera.

Fundu spor ferðamanna

Þyrla Landhelgisgæslu var ræst út auk þess sem starfsmenn Landsvirkjunar könnuðu í vefmyndavélum fyrirtækisins, sem staðsettar voru nálægt þeim stað er ísbirnirnir

...