Eftir að Skatturinn flutti alla starfsemi sína undir eitt þak í Katrínartúni 6 í fyrrasumar stóð stórhýsið Laugavegur 166 autt um tíma. En nú hefur líf færst í húsið á nýjan leik. Persónuvernd, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og…
Laugavegur 166 Húsið stóð autt eftir að Skatturinn flutti út. Nú hafa nokkrar stofnanir komið sér fyrir í húsinu.
Laugavegur 166 Húsið stóð autt eftir að Skatturinn flutti út. Nú hafa nokkrar stofnanir komið sér fyrir í húsinu. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Eftir að Skatturinn flutti alla starfsemi sína undir eitt þak í Katrínartúni 6 í fyrrasumar stóð stórhýsið Laugavegur 166 autt um tíma.

En nú hefur líf færst í húsið á nýjan leik. Persónuvernd, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra hafa flutt í húsið „og við hlökkum til að taka á móti MAST á næstu mánuðum“, segir á heimasíðu Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE).

Ákveðið var að ráðast í smávægilegar breytingar á húsinu og útvega opinberum stofnunum tímabundið aðsetur þar, segir á heimasíðunni.

Lagt var upp með að halda breytingum í lágmarki en tryggja góða aðstöðu bæði fyrir starfsmenn og gesti. Hægt var að

...