Mikil andstaða kom fram á opnum íbúafundi í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í síðustu viku við áform um mikla uppbyggingu ferðaþjónustu á þremur jörðum við Hrútsvatn. Fyrirtækið Steinar Resort ehf., sem á jarðirnar Ásmúlasel, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C í…

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Mikil andstaða kom fram á opnum íbúafundi í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í síðustu viku við áform um mikla uppbyggingu ferðaþjónustu á þremur jörðum við Hrútsvatn.

Fyrirtækið Steinar Resort ehf., sem á jarðirnar Ásmúlasel, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C í Ásahreppi, áformar að byggja þar 220 herbergja hótel með baðlóni, allt að 165 stakstæð smáhýsi og allt að 55 starfsmannaíbúðir en áætlað er að um 80 manns starfi við þjónustuna.

Íbúafundurinn var haldinn að Laugalandi og einnig var hægt að tengjast honum á netinu með Teams. Samkvæmt

...