Vísindamaður Sigurður Reynir við athöfnina í Harvard-háskóla.
Vísindamaður Sigurður Reynir við athöfnina í Harvard-háskóla. — Ljósmynd/Bandaríska lista- og vísindaakademían

Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir það hafa komið ánægjulega á óvart að fá inngöngu í Bandarísku lista- og vísindaakademíuna. Hann hafi raunar fyrst haldið að um ruslpóst væri að ræða þegar tilkynningin barst.

Akademían er ein sú virtasta í Bandaríkjunum. Hún var sett á legg árið 1780 en meðal þeirra sem hafa fengið inngöngu eru George Washington, fyrsti Bandaríkjaforsetinn, og eðlisfræðingurinn Albert Einstein.

Innsetningarathöfnin fór fram í Sanders Theatre við Harvard-háskóla 21. september sl. Um 200 Bandaríkjamenn fengu inngöngu og um 20 frá öðrum löndum. Hverjum var heimilt að taka með sér þrjá gesti og áætlar Sigurður Reynir að um 700 manns hafi verið í salnum.

Stendur í þakkarskuld

...