„Það verður skemmtilegt hjá okkur í dag og heilmikið spjallað og mjálmað,“ segir Jacobina Joensen, formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta, en félagið heldur upp á tíu ára afmæli á kaffihúsi Dýrheima í Víkurhvarfi í dag frá kl
Villikettir Þótt kettir hafi þraukað úti í náttúrunni eru þeir fljótir að verða elskir að mannfólkinu og kunna vel við sig í hlýjunni innanhúss.
Villikettir Þótt kettir hafi þraukað úti í náttúrunni eru þeir fljótir að verða elskir að mannfólkinu og kunna vel við sig í hlýjunni innanhúss. — Ljósmyndir/Villikettir

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það verður skemmtilegt hjá okkur í dag og heilmikið spjallað og mjálmað,“ segir Jacobina Joensen, formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta, en félagið heldur upp á tíu ára afmæli á kaffihúsi Dýrheima í Víkurhvarfi í dag frá kl. 12-16.

„Við erum með fyrirlestra og kynnum starfsemi félagsins. Á staðnum verður fræðsla um starfsemi Villikatta og um almennt kattahald frá reynsluboltum og fagaðilum og mikið af upplýsingum og stuðningi fyrir kattaeigendur. Þá verða dýralæknar, næringarfræðingar

...