Sýn okkar er að Ísland verði að koma á fót öflugri einingu, helst í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs, sem færi með málefni bæði gervigreindar og máltækni.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Þegar reynir á stoðir tungumáls okkar og menningar finnum við til ábyrgðar. Málefni tungumálsins hafa sjaldan verið eins áberandi í umræðunni og síðustu ár. Íslenskan skiptir okkur öll máli og okkur þykir öllum raunverulega vænt um tungumálið okkar. Því í tungumálinu býr menning okkar, merk og aldagömul saga; sjálf þjóðarsálin. Máltækniáætlun stjórnvalda og atvinnulífs hefur skilað undraverðum árangri fyrir tungumálið svo eftir er tekið um allan heim. Enn frekari aðgerða er þörf á því sviði og ég mun beita mér fyrir því að komið verði á fót gervigreindar- og máltæknimiðstöð á Íslandi, í áframhaldandi samvinnu við atvinnulífið.

Mikilvægi íslenskunnar

Hæfni barna í móðurmálinu ræður oft för um tækifæri þeirra til framtíðar. Ég finn vel fyrir áhyggjum Íslendinga af framtíð tungumálsins. Í

...